Viktor Jónsson semur við ÍA

Rétt í þessu var Knattspyrnudeild ÍA að ganga frá samningi við Viktor Jónsson, samningurinn er til tveggja ára. Viktor gengur til liðs við ÍA frá Þrótti Reykjavík þar sem hann hefur verið undanfarin tvö tímabil og skorað 35 mörk í 39 leikjum. Því er ljóst að Viktor verður gífurlega góð viðbót í hópinn fyrir komandi átök í Pepsi deildinni 2019.

Viktor sem er fæddur árið 1994 hóf sinn meistaraflokks feril með Víking Reykjavík, en hann á að baki 140 meistaraflokks leiki þar sem hann hefur í heildina skorað 68 mörk.

Jóhannes Karl segist himinlifandi með að samkomulag sé í höfn, en Viktor tekur í sama streng. Þessi viðbót í leikmannahópinn sýni metnað fyrir komandi verkefnum.

Við bjóðum Viktor velkomin til liðs við ÍA og hlökkum til að sjá hann á vellinum næsta sumar!