Skallagrímur tryggði sér sæti í 3. deild á nýjan leik

Skallagrímur vann sig upp í 3. deild karla í gær eftir að hafa unnið Álftanes í tveimur leikjum í úrslitakeppni 4. deildar. Þetta var í fyrsta sinn í 15 ár sem Skallagrímur nær að vinna sig upp á milli deilda.

KFÍA og Skallagrímur hafa verið í samstarfi í sumar þannig að ungir og efnilegir leikmenn 2. flokks karla hafa haft félagaskipti yfir í Skallagrím og æft og spilað með þeim í 4. deild ásamt því að spila með 2. flokk. Alls voru það 19 strákar sem fóru yfir í Skallagrím í sumar.

Þetta hefur verið árangursríkt samstarf sem hefur skilað þessum góða árangri og gefið ungum leikmönnum KFÍA mikilvæga leikreynslu. Vill KFÍA óska Skallagrími og strákunum innilega til hamingju með þennan áfanga í sumar.

Þeir strákar sem hafa tekið þátt í úrslitakeppninni í 4. deild síðustu vikur eru Ingvi Þór Albertsson, Arnleifur Hjörleifsson, Ísak Máni Sævarsson, Sigurjón Ari Guðmundsson, Mikael Hrafn Helgason, Marvin Darri Steinarsson, Elís Dofri Gylfason, Fylkir Jóhannsson, Marteinn Theodórsson og Helgi Rafn Rafnkelsson.

Aðrir strákar sem hafa æft og spilað með Skallagrími í Íslandsmótinu í sumar eru Alex Mar Bjarkason, Andri Freyr Eggertsson, Atli Teitur Brynjarsson, Auðun Ingi Hrólfsson, Haraldur Sturlaugsson, Hervar Gunnarsson, Hlöðver Már Pétursson, Óttar Bergmann Kristinsson og Sigurjón Logi Bergþórsson.