Skagastelpur unnu góðan sigur á Augnabliki

Meistaraflokkur kvenna spilaði við Augnablik í öðrum leik liðsins í faxaflóamótinu í Fífunni í kvöld.  Skagastelpur voru sterkari aðilinn í leiknum og spiluðu ágætan bolta á köflum.

ÍA átti nokkrar góðar sóknir í fyrri hálfleik sem misfórust þegar komið var upp að marki Augnabliks. Heimamenn áttu sín marktækifæri í hálfleiknum en náðu ekki að nýta þau. Staðan í hálfleik var því markalaus.

Skagastelpur héldu áfram að vera sterkari aðilinn í síðari hálfleik og Erla Karitas Jóhannesdóttir kom ÍA yfir með ágætu marki snemma í hálfleiknum. Það sem eftir lifði leiks fengu bæði lið sín færi en náðu ekki að koma boltanum í netið.

ÍA vann þannig góðan útisigur 0-1 á Augnabliki og halda áfram sigurgöngu sinni í riðlinum.