Skagastelpur töpuðu fyrir Keflavík í baráttuleik

Meistaraflokkur kvenna fór og mætti Keflavík í þriðja leik liðsins í Lengjubikarnum í Reykjaneshöll í dag.

Keflavík kom vel stemmt inn í þennan leik og náðu snemma leiks að koma boltanum í mark ÍA en það gerði Sophie Groff. Bæði lið áttu ágætar sóknir í hálfleiknum en fleiri mörk voru ekki skoruð. Staðan var því 1-0 fyrir Keflavík.

Seinni hálfleikurinn var svo um margt svipaður og sá fyrri. Bæði lið sköpuðu sér ágæt marktækifæri en ekki náðist að koma boltanum í netið. Skagastelpur sóttu stíft undir lok leiksins en náðu ekki að jafna metin þrátt fyrir góðar tilraunir.

Keflavík vann því 1-0 sigur á ÍA og Skagastelpur eru enn án stiga eftir þrjá leiki í Lengjubikarnum.