Skagastelpur töpuðu fyrir Fylki í lengjubikarnum

Meistaraflokkur kvenna heimsótti Fylki í síðasta leik liðsins í Lengjubikarnum á Wurth vellinum í kvöld.

Fylkiskonur komu vel stemmdar inn í þennan leik og voru sterkara liðið í hálfleiknum. Þær áttu margar álitlegar sóknir og náðu að koma boltanum í mark ÍA fjórum sinnum. Skagastelpur áttu sín marktækifæri en náðu ekki að koma boltanum í netið. Staðan var því 4-0 fyrir heimamenn í hálfleik.

Í síðari hálfleik var töluvert meira jafnræði milli liðanna og góð marktækifæri sem sköpuðust á báða bóga en ekki náðist að nýta færin. Fátt markvert gerðist eftir því sem leið á hálfleikinn og úrslitin orðin frekar ljós.

Fylkir vann ÍA 4-0 í leiknum og Skagastelpur ljúka keppni í Lengjubikarnum með þrjú stig í fimmta sæti síns riðils.