Skagastelpur töpuðu fyrir FH í fyrsta leik Lengjubikarsins

Meistaraflokkur kvenna tók á móti FH í fyrsta leik liðsins í Lengjubikarnum í Akraneshöll í kvöld.

FH komu vel stemmdar inn í þennan leik og náðu snemma leiks að koma boltanum í mark ÍA og svo aftur undir lok hálfleiksins. Mörkin gerði Helena Ósk Hálfdánardóttir. Bæði lið áttu ágætar sóknir í hálfleiknum en fleiri mörk voru ekki skoruð. Staðan var því 0-2 fyrir FH.

Í síðari hálfleik var töluvert jafnræði milli liðanna og góð marktækifæri sem sköpuðust á báða bóga en ekki náðist að nýta færin. FH unnu því 0-2 sigur á ÍA.