Skagastelpur mæta Hömrunum í síðasta leik tímabilsins

Meistaraflokkur kvenna heimsækir Hamrana í síðasta leik sumarsins í Inkasso-deildinni á morgun, föstudag. Leikurinn hefst kl. 18:00 og fer fram í Boganum á Akureyri.

Niðurstaðan í Inkasso-deildinni liggur nú þegar fyrir. Keflavík og Fylkir fara upp í Pepsi-deildina og ÍA endar í þriðja sæti sem er mjög góður árangur. Stelpurnar vilja samt enda tímabilið á sigri svo ekkert annað en þrjú stig koma til greina.

Við hvetjum Skagamenn til að mæta á völlinn á morgun og styðja stelpurnar til sigurs gegn Hömrunum.