Skagamenn unnu Valsmenn í æfingaleik í kvöld

Meistaraflokkur karla mætti Val í æfingaleik í kvöld en leikurinn fór fram fyrir sunnan.

Um hörkuleik var að ræða milli tveggja vel spilandi liða. Bæði lið fengu góð marktækifæri og mikil barátta var einkennandi í leiknum. Skemmst er frá því að segja að ÍA gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistarana í Val 3-1. Mörk Skagamenn gerðu þeir Viktor Jónsson, Arnar Már Guðjónsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson.

Leikur okkar manna gefur góð fyrirheit fyrir Lengjubikarinn en hann hefst næsta fimmtudag með leik gegn Leikni R. Leikurinn fer fram í Akraneshöll og hefst kl. 19:00.