Skagamenn unnu öruggan sigur á Selfossi í æfingaleik

Meistaraflokkur karla mætti Selfoss í æfingaleik í dag en leikurinn fór fram í Akraneshöll.

Um ágætlega spilaðan leik var að ræða þar sem ungir leikmenn beggja liða fengu sín tækifæri. Bæði lið fengu góð marktækifæri en Skagamenn voru samt sterkari aðilinn og voru mun líklegri til þess að koma boltanum í netið.

ÍA vann frekar sannfærandi sigur á Selfyssingum í leiknum 4-2. Mörk Skagamanna gerðu þeir Þórður Þorsteinn Þórðarson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Hlynur Sævar Jónsson og Marteinn Theodórsson.

Strákarnir halda því áfram að standa sig á æfingatímabilinu og næsti leikur er gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum.