Skagamenn unnu Leikni í fyrsta leik Lengjubikarsins

Meistaraflokkur karla mætti Leikni R í fyrsta leik Lengjubikarsins í kvöld en leikurinn fór fram í Akraneshöll.

Um hörkuleik var að ræða þar sem bæði lið börðust af krafti en Skagamenn voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Bæði lið fengu góð marktækifæri en ÍA var mun hættulegra upp við mark mótherjanna og spilaði á köflum ágætan fótbolta.

Skemmst er frá því að segja að ÍA vann frekar öruggan 2-0 sigur á Leiknismönnum. Mörk Skagamenn gerðu þeir Viktor Jónsson eftir góðan undirbúning frá Herði Inga Gunnarssyni og Hörður Ingi Gunnarsson eftir sendingu frá Þórði Þorsteini Þórðarsyni.

Hér má finna link á umfjöllun um leikinn á fotbolti.net

Næsti leikur okkar manna í Lengjubikarnum verður svo þriðjudaginn 26. febrúar en þá mætir ÍA liði Stjörnunnar í Kórnum. Leikurinn hefst kl. 20:10 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.