Skagamenn heimsækja Selfyssinga í Inkasso-deildinni

Meistaraflokkur karla heimsækir Selfoss í 21. umferð Inkasso-deildarinnar á morgun, laugardag. Leikurinn fer fram á Selfossvellinum og hefst kl. 14:00.

Með sigri eða jafntefli tryggir ÍA sér sæti í Pepsi-deildinni á nýjan leik en Selfoss er í harðri fallbaráttu og mega ekki við tapi. Um hörkuleik verður því að ræða og þrjú stig eru nauðsynleg til að komast upp og vera í baráttu um að vinna Inkasso-deildina en HK er í efsta sæti eins og er.

Við hvetjum Skagamenn til að mæta á Selfoss á morgun og styðja strákana til sigurs gegn heimamönnum.