Skagamenn biðu lægri hlut fyrir Stjörnunni

Meistaraflokkur karla spilaði í kvöld við Stjörnuna í þriðja leik liðanna í fotbolti.net mótinu en leikurinn fór fram í Kórnum. Það lið sem næði að sigra leikinn myndi spila til úrslita á mótinu.

Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn og töluverð barátta var í leiknum. Bæði lið fengu nokkur ágæt marktækifæri en ekki náðist að koma boltanum í netið. Staðan í hálfleik var því markalaus.

Seinni hálfleikurinn var svo svipaður og sá fyrri þar sem liðin skiptust á að beita góðum sóknum. Góð færi sköpuðust á báða bóga en varnarmenn beggja liða náðu alltaf að bjarga á síðustu stundu.

Þegar nokkuð var liðið á leikinn náði Stjarnan þó að komast yfir með tveimur mörkum á skömmu tíma. Mörkin gerðu Guðjón Baldvinsson og Tristan Freyr Ingólfsson. Þrátt fyrir ágæt færi voru ekki fleiri mörk skoruð í leiknum.

Stjarnan vann ÍA því 2-0 og Skagamenn spila við HK í leik um þriðja sætið á mótinu.