Minnum á leiki ÍA í vikunni sem verða í Akraneshöll

Meistaraflokkur karla spilar við KA í undanúrslitum Lengjubikarsins á morgun, fimmtudag. Leikurinn fer fram í Akraneshöll og hefst kl. 18.

Í kvöld, miðvikudag, mætir 2. flokkur kvenna svo liði Fjölnis í faxaflóamótinu. Leikurinn fer fram í Akraneshöll og hefst kl. 20.

Við hvetjum Skagamenn til að mæta í höllina og styðja okkar lið til sigurs.