Leikdagur í 1. deild kvenna

Á morgun, föstudaginn 18. ágúst, munu stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna heimsækja Selfoss í næsta leik sínum í 1. deildinni. Leikurinn hefst kl. 18:00.

Það er ljóst að um erfiðan leik verður að ræða en Selfoss situr sem stendur á toppi deildarinnar en Skagastúlkur í 6. sætinu eftir sannfærandi sigur á Hömrunum í síðasta leik.

Við hvetjum sem flesta Skagamenn til að bregða sér í bíltúr á morgun og hvetja stelpurnar okkar til dáða.

Áfram ÍA!