Jón Gísli Eyland skrifar undir samning við KFÍA

Fyrr í dag var Knattspyrnufélag ÍA að ganga frá samningi við Jón Gísla Eyland Gíslason. Jón Gísli gengur til liðs við KFÍA frá Tindastóli en hann er fæddur 2002 og hefur spilað 37 leiki með meistaraflokk Tindastóls og skorað eitt mark.

Hann hefur leikið 13 leiki með U-17 ára landsliði Íslands og þrjá leiki með U-16.

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari meistaraflokks karla segist himinlifandi með að Jón Gísli hafi gengið til liðs við KFÍA. Þetta sé ungur og efnilegur leikmaður sem eigi framtíðina fyrir sér. Einnig er þetta gott dæmi um afreksstefnu félagsins og sýnir fram á mikilvægi samstarfsins við Fjölbrautaskóla Vesturlands um að gefa ungum og efnilegum leikmönnum kost á að stunda íþróttir og sækja nám á sama tíma.

Við bjóðum Jón Gísla velkominn til liðs við KFÍA og hlökkum til að sjá hann á vellinum næsta sumar.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KFÍA, og Jón Gísli Eyland Gíslason við undirskrift samnings