Ísak Bergmann og Oliver ganga til liðs við Norrköping

Gengið hefur verið frá sölu á Ísaki Bergmann Jóhannessyni og Oliver Stefánssyni frá Knattspyrnufélagi ÍA til Norrköping í Svíþjóð.

Ísak Bergmann er 15 ára og hefur spilað einn leik með KFÍA í Inkasso-deildinni. Hann á að baki sjö leiki með U17 þar sem hann hefur gert sjö mörk og sjö leiki með U16 þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

Oliver er 16 ára og hefur spilað einn leik með KFÍA í Inkasso-deildinni. Hann á að baki einn leik með U18, sjö leiki með U17 þar sem hann hefur skorað eitt mark og þrjá leiki með U16.

Þeir voru báðir lykilmenn í 2. flokk karla sem urðu Íslandsmeistarar í sumar í fyrsta sinn í 13 ár.

Þess má svo geta að Ísak Bergmann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara meistaraflokks karla hjá KFÍA og fyrrverandi atvinnumanns. Oliver er sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar fyrrverandi leikmanns KFÍA og atvinnumanns.

KFÍA óskar þeim velfarnaðar hjá Norrköping.

Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson