ÍA mætir KR í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld

Meistaraflokkur karla leikur til úrslita í Lengjubikarnum á móti KR í kvöld á Eimskipsvellinum í Laugardal. Leikurinn hefst kl. 19:15. Ef leikur er jafn eftir venjulegan leiktíma er farið beint í vítaspyrnukeppni.

Hér er sannarlega um stórleik að ræða þar sem bæði lið hafa staðið sig gríðarlega vel á undirbúningstímabilinu.

Fjölmennum í Laugardalinn og styðjum strákana okkar!

Áfram ÍA!!!