Hörður Ingi og Stefán Teitur hafa verið valdir í landsliðshóp U21

Hörður Ingi Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson hafa verið valdir í landsliðshóp U21 karla sem mætir Tékklandi og Katar. Um er að ræða fyrstu leiki liðsins undir stjórn landsliðsþjálfara U21 karla, Arnars Þórs Viðarssonar, og Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara.

Ísland mætir Tékklandi á Pinatar á Spáni 22. mars kl. 11:00 áður en liðið heldur til Katar og mætir þar heimamönnum 25. mars kl. 15:30.

Leikirnir eru liður í því að skoða leikmenn sem leika erlendis, ásamt þeim sem spila á Íslandi.