Hlynur Sævar og Róbert Ísak semja við KFÍA

Hlynur Sævar Jónsson og Róbert Ísak Erlingsson hafa samið við KFÍA til tveggja ára en þeir koma báðir úr yngri flokka starfi félagsins.

Hlynur Sævar er fæddur árið 1999 og hefur spilað 13 leiki og skorað 2 mörk með Kára. Róbert Ísak er einnig fæddur árið 1999 og hefur spilað 9 leiki og skorað 2 mörk með Kára. Þeir voru báðir hluti af 2. flokk karla sem varð Íslandsmeistari í sumar eftir 13 ára hlé.

Á myndinni má sjá Róbert Ísak Erlingsson, Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfara mfl karla og Hlyn Sævar Jónsson við undirritun samninga.