Hákon Arnar og Jón Gísli valdir í landsliðshóp U17
Hákon Arnar Haraldsson og Jón Gísli Eyland Gíslason hafa verið valdir til að taka þátt í móti í Hvíta Rússlandi á vegum U17 karla. Mótið fer fram 19. – 28. janúar undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands.
Hópurinn mun hittast á fundi í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 16. janúar klukkan 17:30.