Hákon Arnar og Ingi Þór hafa verið valdir í landsliðsverkefni á vegum U16

Hákon Arnar Haraldsson og Ingi Þór Sigurðsson hafa verið valdir í landsliðshóp U16 karla til að taka þátt í í UEFA Development Tournament, en það fer fram í Króatíu 2.-7. apríl. Landsliðsþjálfari U16 karla er Davíð Snorri Jónasson.

Ísland mætir þar Króatíu, Austurríki og Bólivíu, en um er að ræða æfingamót á vegum UEFA.

Dagskrá fram að brottför

Föstudagur 29. mars – Kórinn – mæting kl. 11:15 – Æfing og fundur

Laugardagur 30. mars – Framvöllur Safamýri – mæting kl. 10:45 – Æfing og fundur

Sunnudagur 31. mars – Framvöllur Safamýri – mæting kl. 10:00 – Æfing og fundur

Þriðjudagur 2. apríl – KSÍ – mæting kl. 4:20