Hafþór Pétursson farinn á lán til Þróttar R út tímabilið

ÍA hefur komist að samkomulagi við Þrótt R um að varnarmaðurinn efnilegi Hafþór Pétursson fari á lánssamning til Þróttara út tímabilið.

Hafþór er aðeins 21 árs gamall og stóð sig vel með ÍA í Inkasso-deildinni í fyrra þar sem liðið vann sér sæti í Pepsi Max-deildina á nýjan leik eftir árs fjarveru.

Hafþór á 34 leiki að baki fyrir meistaraflokk ÍA og 2 leiki fyrir U19 ára landslið Íslands.