Gonzalo Zamorano til ÍA

ÍA hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Pepsi-deildinni næsta sumar. Gonzalo Zamorano, sem lék lykilhlutverk fyrir Víking Ólafsvík í Inkasso-deildinni síðastliðið sumar, skrifar undir tveggja ára samning. ÍA verður þriðja félag Gonzalo á Íslandi, en auk þess að hafa gert 10 mörk í Inkasso-deild með Víking Ólafsvík raðaði hann inn mörkum fyrir Huginn í 2. deildinni.

Gonzalo, sem er fæddur 11. júní 1995 í Madríd á Spáni, segist gríðarlega spenntur fyrir því að sanna sig í Pepsi- deildinni og er mikil tilhlökkun fyrir samstarfinu við Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara meistaraflokks.

“I’m happy to sign my first professional contract with ÍA, can’t wait for the start of the season and the new challenge ahead” var haft eftir Gonzalo við undirritun samningins.