Fjórir Skagastrákar valdir í landsliðshóp U17 karla

Hákon Arnar Haraldsson og Jón Gísli Eyland Gíslason hafa verið valdir í landsliðshóp U17 sem fer í milliriðla undankeppni Em 2020. Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson, sem nýverið gengu í raðir Norrköping, voru einnig valdir í hópinn. Landsliðsþjálfari U17 karla er Davíð Snorri Jónasson.

Riðillinn er leikinn í Þýskalandi dagana 20.-26. mars. Í riðlinum ásamt Íslandi eru Þýskaland, Slóvenía og Hvíta Rússland.

Tvö efstu lið riðilsins fara áfram í lokakeppnina sem fer fram á Írland 3.-19. maí næstkomandi.

U17 ára lið karla komst síðast í lokakeppni EM árið 2012, en endaði í neðsta sæti riðilsins á eftir Þýskalandi, Georgíu og Frakklandi.