Bjarki Steinn Bjarkason valinn í U19

Bjarki Steinn Bjarkason hefur verið valinn í U19 landslið karla sem tekur þátt í undankeppni EM 2019 í Antalaya Tyrklandi dagana 11. – 21. nóvember.

Landsliðsþjálfari U19 karla er Þorvaldur Örlygsson, sem er Skagamönnum vel kunnugur eftir að hafa þjálfað meistaraflokk karla um tíma.