Aníta Ólafsdóttir valin í landsliðshóp U17 kvenna
Aníta Ólafsdóttir hefur verið valin í landsliðshóp U17 sem tekur þátt í milliriðlum undankeppni EM2020 21. – 27. mars nk. Leikirnir fara fram undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar, landsliðsþjálfara U17 kvenna.
Dagskrá fram að brottför
Laugardagur 16. mars – Kórinn – Mæting kl. 14:45, æfing 15:00 – 16:30 – Lokuð æfing
Sunnudagur 17. mars – Egilshöll – Mæting kl. 09:45, æfing kl. 10:00 – 11:30
Nánari dagskrá kynnt þegar hópurinn kemur saman.
Leikir Íslands
21. mars – Ísland – Ítalía kl. 10:00
24. mars – Ísland – Danmörk kl. 10:00
27. mars – Ísland – Slóvenía kl. 13:00