Aníta og Védís Agla valdar á úrtaksæfingar hjá U16

Aníta Ólafsdóttir og Védís Agla Reynisdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U16 kvenna.

Æfingarnar fara fram 12. – 13. apríl undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands.

Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir UEFA Development Tournament sem fer fram í Króatíu 6. – 12. maí nk.

Dagskrá

Föstudagur 12. apríl – mæting kl. 19:45 – Æfing kl. 20:10 – Kórinn

Laugardagur 13. apríl – mæting kl. 14:45 – Æfing kl. 15:00 – 16:30 – Kórinn