Andrea og Klara semja við KFÍA

Andrea Magnúsdóttir og Klara Ívarsdóttir skrifuðu í gær undir samning við Knattspyrnufélag ÍA en þær koma báðar til félagsins frá ÍR.

Andrea er fædd árið 1995 og semur við KFÍA til eins árs. Hún hefur spilað með Fjarðabyggð og ÍR á sínum ferli. Hún hefur spilað 132 leiki í 1. deild kvenna og bikar og skorað í þeim 32 mörk.

Klara er fædd árið 1995 og semur við KFÍA til tveggja ára. Hún hefur einnig spilað með Fjarðabyggð og ÍR á sínum ferli. Hún hefur spilað 139 leiki í 1. deild kvenna og bikar og skorað í þeim 3 mörk.

Við bjóðum Andreu og Klöru velkomnar til KFÍA.

Á myndinni má sjá Helenu Ólafsdóttur þjálfara mfl kvenna, Andreu Magnúsdóttur, Klöru Ívarsdóttur og Magnús Guðmundsson formann stjórnar KFÍA við undirritun samninga.