Æfingagjöld

Æfingagjöld KFÍA 2019

Ýmsar upplýsingar um æfingagjöld:

 • Innheimt er árgjald, og árgjaldi sem skipt er í tvær greiðslur til ágústloka (átta mánuðir) og síðan september til desember (fjórir mánuðir). Það dregst frá vinnan á NÁM – og svo verður sendur reikningur.
 • Systkinaafsláttur er 6000 kr,- á hvert barn, það þýðir 12.000 kr,- fyrir tvö börn, 18.000 kr,- fyrir þrjú börn o.s.frv.
 • Greiðsla æfingagjalda er forsenda fyrir þátttöku á æfingum og mótum sem flokkurinn fer á. Lokadagur skráningar í KFÍA er 25.febrúar.
 • Afreksæfingar fyrir 4. og 3.fl kk og kvk eru innifaldar í árgjaldi þeirra.
 • Þátttökugjöld og annar kostnaður við skemmtimót eru ekki innifalin í æfingagjöldum.
 • Ferðakostnaður vegna leikja er ekki innifalinn í æfingagjöldum. Foreldrafélög flokkanna ákveða hvort flokkurinn taki rútu eða ferðist með einkabílum. Ef valið er að ferðast með rútu þá bætis við rútugjald sem innheimt er af KFÍA eða foreldrafélagi viðkomandi flokks. Ef valið er að fara með einkabílum þá er það í höndum foreldrafulltrúa hvers flokks að útfæra það.

Æfingagjöld KFÍA 2019       

                                                             ÁRGJALD – 1.1.19-31.12.19

 

Árgangar / Flokkar Æfingagjöld Hám. vinna á NÁM/KFÍA 10 tíma vinna Fríst. ávísun Akraneskaupst. Með þátttöku NÁM ásamt fullnýttri fríst. ávísun
’99 / 2. flokkur 106.920 25.000** 81.920
‚01 – ‚00 / 2. flokkur 106.920 25.000 35.000 46.920
‚07 – ‚02 / 5.-3. flokkur 106.920 25.000 35.000 46.920
‚08 – ‚09 / 6. flokkur 102.600 25.000 35.000 42.600
‚10 – ‚11 / 7. flokkur 91.800 25.000 35.000 31.800
‚12 / 8. flokkur 48.600* 25.000 23.600
13,-14 (8.fl yngra ár) 37.800 25.000 12.800

Nánari upplýsingar um afslætti vegna þátttöku í fjáröflunum:

*Flokkaskipti eru í september, þá fara æfingar hjá 8 fl eldri úr einni æfingu á viku í þrjár.

** Vinna fyrir KFÍA er vinna á leikjum Mfl kk og kvk. Gert er ráð fyrir viðveru á sex leikjum í hvorri deild.

Ábending: Þegar skráð er fleiri en eitt barn í Nóra er best að byrja á því barni sem er með lægsta æfingagjaldið, þannig að systkinaafslátturinn nýtist sem best.

 • Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að keppa fyrir hönd Knattspyrnufélags ÍA og hafi ekki verið gengið frá æfingagjöldum eftir eina ítrekun má búast við að þjálfarar vísi iðkendum af æfingum. Einnig eru þessir iðkendur ekki tryggðir á æfingum
 • Greiðsla æfingagjalds er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum og mótum sem flokkur þess fer á. Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu.
 • Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið skrifstofa@kfia.is.
 • Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn, tilkynning til þjálfara iðkandans verður ekki tekin gild.
 • Æfingagjöld eru ekki endurgreidd nema að góð og gild ástæða sé fyrir því að barnið hætti s.s. búferlaflutningur og/eða meiðsli. Hafa skal samband á skrifstofa@kfia.is sem afgreiðir umsóknir.
 • Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með Frístundastyrk Akraneskaupstaðar

ATH.

Mikilvægt er að hafa samband við innheimtufulltrúa ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.