2. flokkur karla varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 13 ár

2. flokkur karla varð í kvöld Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 13 ár eftir öruggan 0-7 útisigur á Fylki. Mörk Skagamanna skoruðu Ísak Bergmann með tvö mörk og Bjarki Steinn, Ólafur Karel, Stefán Ómar, Sigurður Hrannar og Þór Llorens með sitt markið hver.

ÍA endaði þannig í efsta sæti A-riðils með 42 stig eða jafnmörg og KR en markahlutfallið var 12 mörkum ÍA í vil og því kom Íslandsmeistaratitillinn á Akranes í þetta sinn. Strákarnir skoruðu 63 mörk í sumar eða þrjú og hálft mark í leik svo sóknarleikur liðsins var í fyrirrúmi. Þór Llorens Þórðarson og Stefán Ómar Magnússon gerðu 10 mörk í sumar og Ísak Bergmann Jóhannesson gerði 8 mörk.

Við viljum óska þessum frábæru strákum með Íslandsmeistaratitilinn sem er svo sannarlega verðskuldaður eftir mjög góða frammistöðu í sumar.

Strákarnir ásamt Sigurði Jónssyni og Elinbergi Sveinssyni þjálfurum 2. flokks fagna á Fylkisvellinum í kvöld.